Evrópumótaröðin: Scott Hend í forystu þegar leik var frestað

Ekki náðist að klára þriðja hring á Omega European Mastersmótinu vegna myrkurs. Fresta þurfti leik fyrr um daginn vegna þoku og því náðist ekki að ljúka leik síðar um daginn. Það er Ástralinn Scott Hend sem er í forystu á 11 höggum undir pari, en hann náði aðeins klára 13 holur í gær.

Hend, sem var í forystu eftir annan hringinn, var á tveimur höggum yfir pari eftir þær 13 holur sem hann náði að klára. Á þeim fékk hann fjóra skolla, tvo fugla og restina pör.

Í öðru sæti, á níu höggum undir, eru þeir Matthew Fitzpatrick, Fabrizio Zanotti og Darren Fichardt.

Leik verður haldið áfram klukkan átta að staðartíma og verður reynt að ljúka bæði við þriðja og fjórða hring í dag.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.