Evrópumótaröðin: Leikið á tveimur mótum um helgina

Auk þess að vera með Australian PGA Championship mótið í Ástralíu þá er Evrópumótaröðin einnig með mót á Máritíus sem ber heitið AfrAsia Open.

Eftir fyrsta hringinn á AfrAsia mótinu er Indverjinn Arjun Atwal með heil fjögur högg í forskot en hann  setti nýtt vallarmet á Heritage vellinum. Hann lék á 62 höggum eða 9 höggum undir pari og var í miklu stuði.

Atwal er með fjögurra högga forystu á Sebastian Heisele, Miguel Tabuena, Adilson Da Silva, Ockie Strydom og Louis de Jager sem allir léku á 5 höggum undir pari.

Stærsta nafnið í mótinu, Louis Oosthuizen, lék á 4 höggum undir pari á fyrsta hringnum og er til alls líklegur um helgina.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is