Evrópumótaröðin: Kitayama flýgur upp í 2. sætið

Bandaríkjamaðurinn Kurt Kitayama er í öðru sæti stigalistans á Evrópumótaröð karla eftir sigur á AfrAsia Bank Mauritius Open mótinu sem fór fram um helgina.

Kitayama fagnaði þar sínum fyrsta sigri á mótaröðinni í einungis þremur tilraunum en hann tryggði sér þátttökurétt á mótaröðinni í haust eftir góðan árangur í úrtökumótunum þar sem hann meðal annars sigraði á 1. stiginu.

Aaron Rai er sem fyrr í efsta sæti stigalistans en hann sigraði á fyrsta móti tímabilsins, Honma Hong Kong Open.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalista Evrópumótaraðarinnar.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is