Evrópumótaröðin: Heimamaðurinn Grace leiðir á BMW SA Open

Evrópumótaröð karla í golfi hófst aftur í dag eftir stutta pásu. Leikið var í Suður-Afríku á BMW SA Open og eru nokkrir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Eftir fyrsta hringinn eru tveir kylfingar jafnir í efsta sæti á 7 höggum undir pari.

Heimamaðurinn Branden Grace og Chase Koepka eru jafnir í efsta sæti eftir góða byrjun. Skorkort Grace var nokkuð sérstakt þar sem hann fékk 3 erni á hringnum. 

Chase Koepka, sem er yngri bróðir risameistararans Brooks, leikur nú á sínu fyrsta tímabili á Evrópumótaröðinni. Koepka er fæddur árið 1994 og öðlaðist keppnisrétt á mótaröðinni eftir gott tímabil á Áskorendamótaröðinni í fyrra.

Höggi á eftir þeim er Chris Paisley einn í þriðja sæti. Fjórir kylfingar deila svo fjórða sætinu á 5 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is