Evrópumótaröðin: Garcia í toppbaráttunni í Ástralíu

Spánverjinn Sergio Garcia lék á 67 höggum eða 5 höggum undir pari á fyrsta hringnum á Ástralska PGA meistaramótinu sem fer fram á Evrópumótaröðinni í golfi. Garcia er jafn í þriðja sæti, einungis höggi á eftir efstu mönnum.

Garcia fékk 5 fugla á hringnum og tapaði ekki höggi. Hann er í leit að sínum fjórða sigri á þessu ári en hann sigraði til að mynda eftirminnilega á Masters mótinu í apríl.

Adam Bland og Jordan Zunic deila efsta sætinu á 6 höggum undir pari.

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er meðal keppenda í mótinu. Mótið er hans fyrsta í nokkur ár á mótaröð þeirra bestu en hann lék á 74 höggum í nótt. Hægt er að lesa meira um hringinn hans hér.

Adam Scott lék fyrsta hringinn á höggi undir pari og er um miðjan hóp.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is