Evrópumótaröðin: Frábær skor á Ítalíu

Frábær skor voru á fyrsta degi á Opna Ítalska mótinu sem hófst í dag á Evrópumótaröðinni. Sex kylfingar eru jafnir í efsta sæti á sjö höggum undir pari og eru 108 af þeim 132 kylfingum sem hófu leik sem eru á parinu eða undir pari eftir fyrsta hring.

Kylfingarnir sem eru í efsta sæti eru þeir Kiradech Aphibarnrat, Alexander Björk, Francesco Molinari, Jamie Donaldson, Eddie Pepperell og Matt Wallace. Þeir léku allir hringinn í dag á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Tveir kylfingar eru jafnir í sjöunda sæti á sex höggum undir pari. Það eru þeir George Coetzee og Byeong Hun An.

Sergio Garcia er svo einn af átta sem eru á fimm höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.