Evrópumótaröðin fer til Sádí-Arabíu 2019

Í fyrsta skiptið í sögu Evrópumótaraðar karla fer mót fram í Sádí-Arabíu árið 2019. Samið var til þriggja ára og fer mótið fram hjá Royal Greens golfklúbbnum.

Mótið fer fram dagana 31. janúar - 3. febrúar á næsta ári og verður því haldið vikuna á eftir Omega Dubai Desert Classic.

Keith Pelley, framkvæmdarstjóri Evrópumótaraðarinnar, sagði í tilkynningu að hann væri spenntur fyrir því að fara með mótaröðina til Sádí-Arabíu og vonaðist til þess að mótið myndi veita atvinnukylfingum heimamanna hvatningu til frekari árangurs á stærstu mótaröðum heims.

Formleg kynning mótsins verður í maí á þessu ári og kemur þá í ljós hvaða fyrirtæki verður helsti styrktaraðili þess.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is