Evrópumótaröðin: Emiliano Grillo efstur í Indlandi

Ekki náðu allir að ljúka leik á fyrsta hring Hero Indian Open mótsins sem fram fór í dag, en mótið er hluti af Evrópumótaröð karla. Það er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo sem er í forystu eftir fyrsta hring. Grillo er með tveggja högga forystu á næstu menn. 

Hringurinn hjá Grillo einkenndist af miklum stöðugleika. Hann hóf leik á fyrstu holu og fékk strax fugl. Hann fylgdi því eftir með skolla á annarri, en eftir það fékk hann sjö fugla og restina pör. Hringur upp á 65 högg, eða sjö högg undir par, staðreynd. 

Fimm kylfingar eru jafnir í öðru sæti á fimm höggum undir pari. Það eru þeir Pablo Larrazábal, Paul Peterson, Matteo Manassero, Adrien Saddier og Keith Horne. Tveir síðarnefndu náðu ekki að ljúka leik, en þeir voru á holum 17 og 16.

Eins og áður sagði náðu ekki allir að ljúka leik, en það var vegna myrkurs. Leikur hefst að nýju klukkan sjö að staðartíma á morgun og hefst svo annar hringurinn strax í kjölfarið.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.