Evrópumótaröðin: Branden Grace sigraði í heimalandinu

Suður-Afríkubúinn Branden Grace stóð uppi sem sigurvegari á Nedbank Golf Challenge mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni. Grace lék lokahringinn á 66 höggum og sigraði með eins höggs mun. 

Grace var fyrir lokahringinn í þriðja sæti á 5 höggum undir pari og ljóst að hann þyrfti að leika vel í dag. Hann fékk alls 6 fugla á lokahringnum og tapaði ekki höggi og endaði að lokum höggi á undan Scott Jamieson sem endaði annar.

Grace hefur nú sigrað á 8 mótum á Evrópumótaröðinni en hann hefur einnig sigrað á einu móti á PGA mótaröðinni.

Victor Dubuisson endaði í þriðja sæti á 9 höggum undir pari í heildina, tveimur höggum á undan Haotong Li sem lék á 8 höggum undir pari á lokahringnum.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is