Evrópumótaröðin: Bestu höggin í 45 ára sögu Omega European Masters mótsins

Evrópumótaröðin heldur áfram þessa helgina og er leikið á Omega European Masters mótinu. Kylfingar hófu leik í morgun, en leikið er á Crans-sur-Sierra vellinum í Sviss.

Mótið hefur verið spilað frá árinu 1905 og hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni allt frá stofnun hennar, eða frá árinu 1972. Mótið hefur einnig verið leikið á sama velli frá árinu 1939.

Margir af bestu spilurum heims frá upphafi hafa sigrað á þessu móti, þar á meðal Lee Westwood, Alex Noren, Ernie Els og Seve Ballesteros, en hann vann mótið þrisvar sinnum á sínum tíma og hefur enginn náð að sigra það oftar en hann.

Evrópumótaröðin tók saman myndband yfir bestu högg úr 45 ára sögu mótsins og er þar á meðal högg frá Ballesteros. Myndbandið má sjá hér að neðan.