Evrópumótaröðin: Atwal og Jager jafnir á toppnum fyrir lokahringinn

Indverjinn Arjun Atwal og Suður-Afríkubúinn Louis de Jager deila forystunni fyrir lokahringinn á AfrAsia mótinu sem fram fer í Máritíus á Evrópumótaröð karla í golfi. 

Atwal, sem hefur leitt alla þrjá dagana, lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari. Jager lék á fjórum höggum undir pari og náði þannig að jafna við Indverjann.

Miguel Tabuena og Dylan Frittelli eru svo jafnir í þriðja sæti á 12 höggum undir pari.

Stærsta nafn mótsins, Louis Oosthuizen, er jafn í 12. sæti fyrir lokahringinn á 7 höggum undir pari. Hann á enn möguleika á sigri í mótinu en til þess þarf hann frábæran lokahring á sunnudaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Louis de Jager.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is