Evrópumótaröðin: Atwal með nauma forystu í Máritíus

Indverjinn Arjun Atwal er með eins höggs forystu eftir tvo hringi á AfrAsia Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Atwal er samtals á 10 höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 1 höggi undir pari.

Atwal fékk þrjá fugla og tvo skolla á öðrum hringnum sem gaf öðrum kylfingum færi á að nálgast efsta sætið.

Laurie Canter, Dylan Frittelli og Louis Jager deila öðru sætinu á 9 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is