Evrópumótaröð kvenna: Wolf í forystu

Hin austurríska Christine Wolf er með fjögurra högga forystu þegar Hero Women's Indian Open mótið er hálfnað. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna og eitt af síðustu mótum tímabilsins.

Wolf er samtals á 8 höggum undir pari þar sem hún hefur leikið tvisvar á 68 höggum. 

Næst kemur Pannarat Thanapolboonyaras frá Taílandi á 4 höggum undir pari. Í þriðja sæti er svo Tonje Daffinrud frá Noregi á þremur höggum undir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er ekki með í móti helgarinnar en hún reyndi þess í stað fyrir sér í úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina.

Þriðji hringur mótsins fer fram í nótt. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is