Evrópumótaröð kvenna: Valdís Þóra höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir varð í dag höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á ActewAGL Canberra Classic mótinu sem fer fram í Ástralíu á Evrópmumótaröð kvenna.

Valdís Þóra lék hringina tvo samtals á tveimur höggum yfir pari en hefði þurft að leika á höggi yfir pari eða betur til þess að komast áfram á lokahringinn. Hún lék engu að síður vel í nótt, fékk þrjá fugla og einn skolla og kom inn á höggi undir pari.

Minjee Lee er með þriggja högga forystu á næstu kylfinga fyrir lokahringinn á 14 höggum undir pari. Hún hefur verið í ótrúlegu formi undanfarnar vikur því hún sigraði líka á Oates Vic Open sem fór fram um síðustu helgi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. Lokahringur mótsins fer fram í nótt.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is