Evrópumótaröð kvenna: Valdís Þóra hefur leik á fimmtudag

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leik á fimmtudaginn á Lalla Meryem Golf Cup mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð kvenna. Leikið er í Marokkó en hún lék einnig í þessu móti í fyrra.

Valdís lék vel fyrstu þrjá hringina á móti síðasta árs en fataðist flugið á lokahringnum og endaði í 51. sæti. Í ár segir hún að aðstaðan hafi breyst til muna en hún greindi frá því á Facebook síðu sinni að æfingaaðstaðan væri ein sú flottasta sem hún hefði séð.

Valdís leikur með þeim Noora Komulainen og Eun-Jung Ji á morgun og hefja þær leik á 10. teig. 

Hér er hægt að sjá allar helstu upplýsingar um mótið.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is