Evrópumótaröð kvenna: Valdís Þóra fór vel af stað í Taílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék fyrsta hringinn á Ladies European Thailand Championship mótinu á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún er fyrir vikið meðal efstu keppenda en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Valdís Þóra lék vel á fyrsta hringnum en hún fékk alls tvo fugla, þrjá skolla og þá gerði hún sér lítið fyrir og fékk örn á 7. holu.

Að fyrsta hring loknum er Valdís jöfn í 13. sæti af 126 kylfingum.

Hin hollenska Anne Van Dam og heimakonan Aunchisa Utama deila forystunni á 5 höggum undir pari, fjórum höggum á undan Valdísi Þóru.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is