Evrópumótaröð kvenna: Valdís lék þriðja hringinn á 76 höggum

Valdís Þóra Jónsdóttir lék í dag þriðja hringinn á Lalla Meryem Cup mótinu á fjórum höggum yfir pari eða 76 höggum og er jöfn í 57. sæti fyrir lokahringinn.

Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna og fer fram í Marokkó en þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Valdís leikur á þessu móti. Hún var einnig meðal keppenda í fyrra og endaði þá í 51. sæti.

Valdís lék fyrri níu holur dagsins á tveimur höggum yfir pari og var á því skori allt þar til á 18. holu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Valdísar.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is