Evrópumótaröð kvenna: Valdís í 12. sæti stigalistans

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er í 12. sæti stigalistans á sterkustu mótaröð Evrópu þegar fimm mót eru búin á tímabilinu.

Valdís Þóra er búin að leika á öllum fimm mótunum og hefur best náð þriðja sæti á Ladies Bonville golfmótinu. Um helgina lék hún svo á Investec mótinu í Suður-Afríku og endaði í 21. sæti eftir frábæra spilamennsku fyrstu tvo hringina.

Celine Boutier er enn í efsta sæti stigalistans en hún hefur leikið á tveimur mótum og sigrað á öðru þeirra. Ólafía Þórunn, sem leikur aðallega á LPGA mótaröðinni, hefur leikið á einu móti á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili og er í 61. sæti á stigalistanum.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum.

Næsta mót á mótaröðinni fer fram dagana 19.-22. apríl. Valdís er þar skráð til leiks en hún keppti einnig í mótinu í fyrra.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is