Evrópumótaröð kvenna: Valdís endaði í 61. sæti í Marokkó

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, endaði í 61. sæti á Lalla Meryem Cup mótinu sem fór fram í Marokkó á Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Valdís lék síðustu þrjá hringi mótsins á 19 höggum yfir pari eftir frábæran fyrsta hring þar sem hún var í toppbaráttunni á höggi undir pari.

Valdís lék lokahringinn á 80 höggum. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is