Evrópumótaröð kvenna: Sænskur sigur á Lalla Meryem Cup

Hin sænska Jenny Haglund fagnaði sigri á Lalla Meryem Cup mótinu eftir tveggja holu bráðabana. Haglund fékk fugl á annarri holu bráðabanans og tryggði sér þar með sinn fyrsta sigur á mótaröð þeirra bestu í Evrópu, LET mótaröðinni.

Eftir fjóra hringi var Haglund jöfn þeim Sarah Kemp og Klara Spilkova og því þurfti að grípa til bráðbana.

18. holan var þá leikin aftur og fengu allir kylfingar par. Haglund fékk svo frábæran fugl á annarri holu bráðabanans þegar 18. holan var leikin aftur.

Valdís Þóra Jónsdóttir var meðal keppenda í mótinu. Hún endaði í 61. sæti á 18 höggum yfir pari. Nánar er hægt að lesa um spilamennsku hennar með því að smella hér.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is