Evrópumótaröð kvenna: Jiyai Shin vann örugglega í Ástralíu

Annað mót ársins á Evrópumótaröð kvenna lauk í nótt. Mótið sem um ræðir er ActewAGL Canberra Classic og fór mótið fram í Ástralíu. Valdís Þóra Jónsdóttir var á meðal keppenda, en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og lék því ekki lokahringinn.

Það var suður-kóreski kylfingurinn Jiyai Shin sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún vann mótið með töluverðum yfirburðum, en hún endaði fjórum höggum á undan Minjee Lee.

Shin lék lokahringinn á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari. Hringina þrjá lék hún á samtals 19 höggum undir pari. Fyrir daginn var hún þremur höggum á eftir Lee, en Lee náði aðeins að leika á 73 höggum í dag.

Þetta var sjötti sigur Shin á Evrópumótaröð kvenna, sá síðasti kom árið 2016 þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á RACV Ladies Masters mótinu

Lokastöðuna í mótinu má sjá hérna.