Evrópumótaröð kvenna: Dagar sigraði í Höfðaborg

Hin 18 ára gamla Diksha Dagar sigraði á Investec SA Women's Open mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð kvenna dagana 14.-16. mars.

Dagar lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan heimakonunni Lee Anne Pace.

Þetta er fyrsti sigur Dagar sem er nýliði á mótaröðinni.

Valdís Þóra Jónsdóttir var á meðal keppenda í mótinu en þurfti að draga sig úr leik á fyrstu níu holum mótsins vegna meiðsla.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is