Evrópumótaröð karla: Westwood valinn kylfingur nóvember mánaðar

Englendingurinn Lee Westwood var á mánudaginn valinn kylfingur nóvember mánaðar á Evrópumótaröð karla eftir sinn fyrsta sigur á mótaröðinni í fjögur ár.

Westwood sigraði á Nedbank Golf Challenge mótinu sem fór í Suður-Afríku og þá var hann einnig í toppbaráttunni í lokamóti tímabilsins.

Tímabilið hjá Westwood var flott en hann endaði í 17. sæti á Race to Dubai listanum eftir að hafa þénað 1.223.109 evrur.

Westwood hafði betur gegn Danny Willett, Justin Rose og Haotong Li í vali á kylfingi mánaðarins.

Svona dreifðust atkvæðin:

Lee Westwood - 45%
Danny Willett - 35%
Justin Rose - 15%
Haotong Li - 5%

Ísak Jasonarson
isak@vf.is