Evrópumótaröð karla: Westwood og Rumford deila forystunni

Engldendingurinn Lee Westwood og heimamaðurinn Brett Rumford deila forystunni eftir tvo hringi á ISPS Handa mótinu sem fer fram í Ástralíu á Evrópumótaröðinni.

Kylfingarnir léku saman í holli fyrstu tvo dagana og léku báðir samtals á 8 höggum undir pari. Leikið var við góðar aðstæður fyrsta daginn en þeim mun erfiðari í dag.

Fjórir kylfingar deila 3. sætinu á 7 höggum undir pari. Þeirra á meðal er Thorbjörn Olesen sem lék á 5 höggum undir pari á öðrum hringnum.

Alls eru leiknir þrír hringir með höggleiks fyrirkomulagi í mótinu áður en efstu kylfingar fara í holukeppni þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Rumford hefur titil að verja eftir glæsilegan sigur í fyrra. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is