Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir á toppnum í Keníu

Fyrsti hringur Kenya Open mótsins var leikinn í dag en þetta er í fyrsta skipti síðan 1994 sem mótið er hluti af Evrópumótaröðinni en ekki Áskorendamótaröðinni. Það eru þeir Jack Singh Brar og Louis De Jager sem eru í forystu eftir fyrsta hringinn, einu höggi á undan næsta manni.

Brar tapaði ekki höggi á hringnum sínum. Hann fékk fimm fugla, einn örn og restina pör. Á meðan fékk Jager sjö fugla, einn örn, tvo skolla og restina pör. Þeir léku því báðir á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Næsti maður er einu höggi á eftir, eða á sex höggum undir pari. Það er hinn indverski Gagenjeet Bhullar.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.