Evrópumótaröð karla: Þrír heimamenn jafnir á toppnum

British Masters mótið hófst í dag með látum á Walton Heath golfvellinum í Englandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröð karla og eru margir af bestu kylfingum heims meðal keppenda.

Þrír Englendingar, þeir Tommy Fleetwood, Eddie Pepperell og Matt Wallace, fóru best af stað í mótinu og eru á 5 höggum undir pari eftir fyrsta hring.

Pepperell gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á hringnum en nánar er hægt að lesa um það með því að smella hér.

Fimm kylfingar deila fjórða sætinu á fjórum höggum undir pari.

Gestgjafinn Justin Rose fór illa af stað í mótinu og er á 2 höggum yfir pari, jafn Lee Westwood, Charl Schwartzel og fleiri kylfingum í 79. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is