Evrópumótaröð karla: Þessir koma til greina í vali á kylfingi júlí mánaðar

Fjórir kylfingar koma til greina í vali á kylfingi júlí mánaðar á Evrópumótaröð karla. Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Francesco Molinari, Brandon Stone, Richard McEvoy og Russell Knox.

Molinari verður að teljast líklegastur til sigurs en hann fagnaði sigri á Opna mótinu sem fór fram á Carnoustie eftir harða baráttu gegn Tiger Woods, Justin Rose, Xander Schauffele og fleiri góðum.

Allir kylfingarnir sigruðu á móti í mánuðinum en enginn þó á jafn stóru móti og Molinari. Stone sigraði á Opna skoska mótinu, Knox á Opna írska og McEvoy sigraði á sínu fyrsta móti í 285 tilraunum þegar hann vann Porsche European Open.

Hægt er að kjósa um besta kylfing mótaraðarinnar á heimasíðu hennar.


Brandon Stone.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is