Evrópumótaröð karla: Stenson ekki með á Opna skoska vegna meiðsla

Svíinn Henrik Stenson verður ekki með á Opna skoska mótinu sem fram fer 12.-15. júní á Evrópumótaröð karla vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum í olnboga.

Meiðsli Stenson koma á versta tíma en nú eru einungis 10 dagar þar til eitt stærsta mót ársins, Opna mótið, hefst á Carnoustie vellinum. Stenson á auðvitað góðar minningar úr því móti en hann sigraði á Opna mótinu árið 2016 eftir magnaðan lokahring.

Í Twitter færslu sinni greinir Stenson frá því að hann vonist til þess að vera orðinn klár fyrir Opna mótið en að því miður verði hann ekki með á Opna skoska í þetta skiptið.

„Vonbrigði að þurfa draga sig úr leik á Opna skoska mótinu vegna meiðsla í olnboga. Til allra á Gullane: Gangi ykkur vel og eigið frábæra helgi. Vonandi verð ég klár fyrir Carnoustie.“

Ísak Jasonarson
isak@vf.is