Evrópumótaröð karla: Sjö kylfingar jafnir á toppnum í Belgíu

Belgian Knockout mótið sem er hluti af Evrópumótaröð karla hófst í dag. Eftir fyrsta hring eru sjö kylfingar jafnir á toppnum, einu höggi á undan næstu mönnum.

Á toppnum eru þeir Gavin Green, Nico Geyger, Matthew Baldwin, Jorge Campillo, Ryan Evans, Jeff Winther og heimamaðurinn Thomas Detry. Þeir léku allir á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Sjö kylfingar eru síðan jafnir í áttunda sæti á þremur höggum undir pari, þar á meðal er heimamaðurinn Nicolas Colsaerts.

Birgir Leifur er jafn í 84. sæti eftir daginn í dag á samtals tveimur höggum yfir pari. Nánar má lesa um hringinn hjá honum hérna.

Hérna má svo sjá stöðuna í mótinu.