Evrópumótaröð karla: Sharma og Wallace í forystu fyrir lokahringinn

Heimamaðurinn Shubhankar Sharma og Englendingurinn Matt Wallace eru í forystu fyrir lokahringinn á Opna indverska mótinu sem fer fram á Evrópumótaröðinni.

Sharma og Wallace eru báðir samtals á 7 höggum undir pari en aðstæður á þriðja hring gerðu kylfingum erfitt fyrir.

Argentínumaðurinn Emiliano Grillo var með fjögurra högga forystu fyrir þriðja hringinn en náði sér engan vegin á strik og kom inn á 78 höggum í dag.

Skotinn Stephen Gallacher átti hring dagsins. Hann lék á 5 höggum undir pari og er í þriðja sæti, höggi á eftir efstu mönnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna:

209 högg S Sharma (Ind) 73 64 72, M Wallace (Eng) 69 70 70,
210 högg S Gallacher (Sco) 72 71 67,
211 högg A Johnston (Eng) 72 66 73, E Grillo (Arg) 65 68 78, M Schwab  (Aut) 71 72 68,
212 högg P Larrazábal (Esp) 67 71 74, S Kim (USA) 70 70 72,
213 högg A Rai (Eng) 71 73 69, P Peterson (USA) 67 73 73, R Gouveia (Por) 69 73 71,

Ísak Jasonarson
isak@vf.is