Evrópumótaröð karla: Sharma enn efstur á stigalistanum

Stigalisti Evrópumótaraðar karla var í gær uppfærður eftir mót helgarinnar á mótaröðinni, Opna indverska. Shubhankar Sharma, sem var í efsta sæti stigalistans fyrir helgina, bætir þar stöðu sína eftir að hafa endað í 7. sæti.

Sharma er nú búinn að þéna 978.199 evrur á tímabilinu sem er rúmlega 200 þúsund evrum meira en Tommy Fleetwood sem er annar.

Matt Wallace, sem sigraði á Opna indverska, er kominn upp í 14. sæti eftir helgina. Wallace fagnaði sigri á Evrópumótaröðinni í annað skiptið á ferlinum.

Staða efstu manna á stigalistanum:

1. Shubhankar Sharma, 978.199 evrur
2. Tommy Fleetwood, 755.254 evrur
3. Tyrrell Hatton, 739.700 evrur
4. Rafa Cabrera Bello, 719.709 evrur
5. Kiradech Aphibarnrat, 653.160 evrur

Hér er hægt að sjá stigalistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is