Evrópumótaröð karla: Sergio Garcia varði titilinn á Valderrama

Sergio Garcia stóð uppi sem sigurvegari á Valderrama Masters mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröð karla. Garcia, sem var gestgjafi mótsins, lék hringina þrjá samtals á 12 höggum undir pari við erfiðar aðstæður.

Veðrið setti strik í reikninginn á Valderrama vellinum á Spáni og gerði það að verkum að mótið var stytt í 54 holur í stað 72 hola.

Garcia lék lokahringinn á 2 höggum undir pari og sýndi mikla yfirvegun en fáir kylfingar veittu honum samkeppni síðustu tvo hringina.

Garcia er nú kominn með 15 titla á Evrópumótaröð karla og er orðinn einn sigursælasti kylfingur í sögu mótaraðarinnar. Hann er búinn að jafna Thomas Björn og Padraig Harrington sem hafa sömuleiðis unnið 15 mót.

Shane Lowry endaði í öðru sæti á 8 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Sergio Garcia.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrstu tvo hringina í mótinu en var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn að þeim loknum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is