Evrópumótaröð karla: Russell Knox hafði betur eftir bráðbana

Mikil spenna var á lokadegi Dubai Duty Free Irish Open mótsins sem kláraðist nú fyrri skömmu. Leika þurfti bráðabana en svo fór að lokum að Russell Knox stóð uppi sem sigurvegari.

Fyrir daginn var Erik Van Rooyen í efsta sætinu á 14 höggum undir pari. Hann náði sér ekki á strik í dag og lék á 74 höggum og endaði mótið jafn í fjórða sæti á 12 höggum undir pari.

Á meðan léku Russell Knox og Ryan Fox við hvern sinn fingur. Knox lék á 66 höggum í dag eða sex höggum undir pari á meðan Fox lék á 68 höggum. Þeir enduðu báðir á 14 höggum undir pari og þurfti því að leika bráðabana. Á fyrstu holu bráðabanans fékk Knox fugl á meðan Fox fékk par en 18. holan var leikinn.

Þetta var annar sigur Knox á Evrópumótaröðinni en hann hefur einnig sigrað tvisvar sinnum á PGA mótaröðinni.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.