Evrópumótaröð karla: Rose kominn í forystu í Tyrklandi

Englendingurinn Justin Rose er með tveggja högga forystu á toppi Turkish Airlines mótsins sem fer fram á Evrópumótaröð karla í Tyrklandi.

Rose er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu eftir tvo hringi og er tveimur höggum á undan Tom Lewis, Danny Willett og Thorbjörn Olesen.

Rose hefur titil að verja í mótinu eftir glæsilega spilamennsku í fyrra og virðist til alls líklegur í ár.

Adrian Otaegui, Alexander Levy, Sam Horsfield og Haotong Li deila fimmta sætinu á 9 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is