Evrópumótaröð karla: Reed kominn upp í efsta sæti stigalistans

Masters risamótið fór fram um helgina en um er að ræða mót fyrsta risamót ársins og er það bæði hluti af Evrópumótaröðinni og PGA mótaröðinni. Þeir kylfingar sem eru með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni fengu því stig á stigalista mótaraðarinnar og urðu nokkrar breytingar á efstu sætunum.

Helst ber að nefna að Patrick Reed er nú kominn upp í efsta sæti stigalistans eftir glæsilegan sigur um helgina. Reed hefur nú leikið á þremur mótum sem gilda til stiga á listanum og hefur þénað 1.808.343 evrur sem gefur honum 2.216.000 stig.

Shubhankar Sharma, sem var í efsta sætinu, dettur niður um eitt sæti milli vikna.

Staða efstu manna á stigalistanum:

1. Patrick Reed, 2.216.000 stig
2. Shubhankar Sharma, 1.038.449 stig
3. Tommy Fleetwood, 1.023.671 stig
4. Kiradech Aphibarnrat, 994.360 stig
5. Rory McIlroy, 954.105 stig

Hér er hægt að sjá stigalistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is