Evrópumótaröð karla: Rahm kominn upp í 5. sæti stigalistans

Jon Rahm er kominn upp í 5. sæti stigalistans á Evrópumótaröð karla eftir sigurinn á Opna spænska meistaramótinu sem fór fram um helgina.

Rahm var þá að fagna sigri í þriðja skiptið á Evrópumótaröðinni og í fimmta skiptið á heimsvísu á undanförnum tveimur árum. Spánverjinn ungi hefur nú fengið 978.174 stig á stigalista mótaraðarinnar eftir fjögur mót og nálgast efstu menn.

Patrick Reed er enn með mikla yfirburði á stigalistanum eftir sigurinn á Masters mótinu. 

Staða efstu manna á stigalistanum:

1. Patrick Reed, 2.216.000 stig
2. Shubhankar Sharma, 1.038.449 stig
3. Tommy Fleetwood, 1.023.671 stig
4. Kiradech Aphibarnrat, 994.360 stig
5. Jon Rahm, 978.174 stig

Hér er hægt að sjá stigalistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is