Evrópumótaröð karla: Paisley valinn kylfingur janúar mánaðar

Englendingurinn Chris Paisley var í gær valinn kylfingur janúar mánaðar á Evrópumótaröðinni eftir frábæra frammistöðu á öllum þremur mótum mánaðarins.

Paisley sigraði eftirminnilega á BMW SA Open í byrjun árs áður en hann endaði í 5. sæti bæði á Abu Dhabi HSBC mótinu og Omega Dubai Desert Classic.

Aðrir sem komu til greina í valinu voru þeir Tommy Fleetwood, Tyrrell Hatton og Li Haotong. Fleetwood sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu og Li Haotong hafði betur gegn Rory McIlroy á Omega Dubai Desert Classic.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is