Evrópumótaröð karla: Oosthuizen með þriggja högga forystu

Suður-afríski kylfingurinn Louis Oosthuizen er með þriggja högga forystu í efsta sæti á SA Open mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla.

Oosthuizen er samtals á 14 höggum undir pari í mótinu, þremur höggum á undan Matt Wallace, Charl Schwartzel og Madalitso Muthiya.

Takist Oosthuizen að sigra á sunnudaginn verður það níundi sigur kappans á Evrópumótaröðinni á ferlinum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is