Evrópumótaröð karla: Oosthuizen í forystu

Heimamaðurinn Louis Oosthuizen lék manna best á fyrsta hringnum á South African Open mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla. Mótið hófst í dag, fimmtudag, og lýkur á sunnudaginn 9. desember.

Leikið er á tveimur völlum í mótinu, þeim Firethorn og Bushwillow í Jóhannesarborg.

Oosthuizen lék fyrsta hringinn á 9 höggum undir pari eða 62 höggum og var í miklu stuði. Alls fékk hann 9 fugla og jafn mörg pör á hringnum en hann lék á Bushwillow vellinum.

Sigurvegari síðustu viku, Kurt Kitayama, er jafn í öðru sæti á 8 höggum undir pari eftir flottan hring á Firethorn vellinum. Kitayama er jafn Madalitso sem lék á Bushwillow vellinum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is