Evrópumótaröð karla: Masters sigurvegarinn í toppsætinu

Heimamaðurinn Charl Schwartzel er með eins höggs forystu eftir tvo hringi á SA Open mótinu sem fer fram í Suður-Afríku á Evrópumótaröð karla. Mótið hófst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn.

Risameistarinn Schwartzel er á 12 höggum undir pari eftir tvo hringi í mótinu en hann fór upp um heil 16 sæti á öðrum keppnisdegi þegar hann spilaði á 8 höggum undir pari. 

Besta högg dagsins hjá Schwartzel kom á 17. holunni þegar hann kórónaði flottan hring með því að fá örn.

Madalitso Muthiya er í öðru sæti á 11 höggum undir pari. Kurt Kitayama, Zander Lombard og Louis Oosthuizen eru svo jafnir í 3. sæti á 10 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is