Evrópumótaröð karla: Luiten kylfingur febrúar mánaðar

Hollendingurinn Joost Luiten hefur verið valinn kylfingur febrúar mánaðar eftir glæsilegan sigur á NBO Oman mótinu.

Kosning um kylfing mánaðarins fór fram á heimasíðu Evrópumótaraðarinnar og stóð valið á mili þeirra Luiten, Shubhankar Sharma, Eddie Pepperell og Kiradech Aphibarnrat sem allir sigruðu á móti í mánuðinum.

Luiten fékk 48% allra atkvæða eða tvöfalt meira en næsti maður, Sharma, sem hlaut 24% atkvæða. Aphibarnrat og Pepperell hlutu báðir 14% atkvæða.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is