Evrópumótaröð karla: Lorenzo-Vera tveimur höggum á undan á Ítalíu

Þriðji hringur Rocco Forte Open mótsins var rétt í þessu að klárast, en mótið er hluti af Evrópumótaröð karla. Það er Frakkinn Mike Lorenzo-Vera sem er í forystu fyrir lokadaginn. Hann er samtals á 15 höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á næstu menn.

Lorenzo-vera lék einstaklega vel í dag og kom í hús á 63 höggum, eða átta höggum undir pari. Hann tapaði ekki höggi á hringnum, heldur fékk hann átta fugla og restina pör.

Joakim Lagergren lék einnig á 63 höggum í dag, en hann er jafn í öðru sæti ásamt Juilen Guerrier á samtals 13 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.