Evrópumótaröð karla: Ljóst hverjir mætast í 24-manna úrslitunum

Eftir 54 holu höggleik á ISPS Handa mótinu á Evrópumótaröðinni er ljóst hvaða 24 kylfingar leika til úrslita í Ástralíu.

Hinn taílenski Prom Meesawat lék best allra í höggleiknum og kom inn á 12 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Sean Crocker, Lucas Herbert og Thorbjörn Olesen.

Leikfyrirkomulag mótsins er með þeim hætti að eftir 54 holur af höggleik leika 24 efstu kylfingarnir holukeppni þar til einn kylfingur stendur uppi sem sigurvegari. Til að byrja með leika kylfingarnir í sætum 9-24 um sæti í 16-manna úrslitum en 8 efstu í höggleiknum eru nú þegar öruggir í 16-manna úrslitum.

Hver leikur í holukeppninni er einungis sex holur og því mun margt gerast á lokadegi mótsins sem fer fram í nótt.

Hér er hægt að sjá hvaða leikir eru framundan í mótinu.

204 högg: P Meesawat  (Tha) 67 70 67,
206 högg: T Olesen (Den) 70 67 69, L Herbert (Aus) 68 69 69, S Crocker (USA) 70 69 67,
208 högg: Y Miyazato (Jpn) 70 70 68, D Papadatos (Aus) 69 73 66, S Horsfield (Eng) 68 72 68, B Kennedy (Aus) 69 72 67,
209 högg: G Forrest  (Sco) 69 68 72, M Fraser (Aus) 68 74 67, 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is