Evrópumótaröð karla: Jafnt á toppnum fyrir lokahringinn í Oman

Þrír kylfingar deila efsta sætinu á NBO Oman mótinu fyrir lokahringinn á 12 höggum undir pari. Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Julien Guerrier, Joost Luiten og Matthew Southgate. Luiten er í leit að sínum sjötta sigri á ferlinum á Evrópumótaröðinni en Guerrier og Southgate eiga enn eftir að sigra á mótaröð þeirra bestu.

Höggi á eftir efstu mönnum er Chris Wood á 11 höggum undir pari. Wood var í forystu fyrir síðustu holur dagsins en hann fékk skolla á 17. og 18. holu og hefur því lokadaginn höggi á eftir þeim þremur efstu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is