Evrópumótaröð karla: Hend nálgast toppinn á stigalistanum

Scott Hend stal senunni um helgina á Evrópumótaröð karla þegar hann sigraði á Maybank Championship mótinu.

Hend, sem er 46 ára gamall, er nú kominn upp í 6. sæti stigalistans og nálgast efstu menn á listanum.

Alls hefur Hend leikið í 10 mótum á tímabilinu og komist í gegnum niðurskurðinn í 8 tilfellum. Hend er nú kominn með 873,4 stig á stigalistanum.

Nacho Elvira, sem endaði í 2. sæti eftir bráðabana gegn Hend, fer einnig upp listann og situr nú í 17. sæti með 510,6 stig.

Staða efstu manna á stigalista mótaraðarinnar:

1. Shane Lowry, 1.256,6
2. Justin Harding, 1.039,3
3. Ian Poulter, 989,5
4. Kurt Kitayama, 913
5. Richard Sterne, 902,3
6. Scott Hend, 873,4
7. Bryson DeChambeau, 853,9
8. Louis Oosthuizen, 853,8
9. David Lipsky, 820,9
10. Joost Luiten, 753,2

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is