Evrópumótaröð karla: Guerrier og Bjerregaard efstir á Ítalíu

Það eru þeir Julien Guerrier og Lucas Bjerregaard sem eru í forystu eftir tvo hringi á Rocco Forte Open mótinu, en mótið fer fram á ítölsku eyjunni Sikiley. Þeir eru báðir á níu höggum undir pari eftir hringina tvo. 

Guerrier lék á 65 höggum í dag, eða sex höggum undir pari. Á hringnum fékk hann einn örn og fjóra fugla. Hann hefur ekki tapað höggi í öllu mótinu. Á meðan lék Bjerregaard á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari. Bjerregaard var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn.  

Tveir kylfingar eru jafnir í þriðja sæti á átta höggum undir pari, en það eru þeir Steven Brown og Ryan Evens.

Birgir Leifur er á meðal keppenda. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.