Evrópumótaröð karla: Garcia leiðir fyrir lokahringinn

Spánverjinn Sergio Garcia er enn í forystu á Nedbank Challenge mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í Suður-Afríku. Garcia er á 10 höggum undir pari í mótinu, tveimur höggum á undan Louis Oosthuizen.

Garcia hefur leikið síðustu tvo hringi á höggi undir pari en hann lék þann fyrsta á 8 höggum undir pari. Þannig hafa næstu menn náð að vinna upp forystu Garcia undanfarna daga og er heimamaðurinn Oosthuizen í bestu stöðunni til að ná Garcia á lokahringnum.

Oosthuizen var heppinn á lokaholu þriðja dagsins en innáhöggið hans, sem var á leið hægra megin við flötina, lenti í vökvunarkrefi og skaust til hliðar og kom honum í þægilegt fuglafæri.

Lee Westwood, Mikko Korhonen og Thomas Detry deila þriðja sætinu á 7 höggum undir pari.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is