Evrópumótaröð karla: Garcia kominn upp í 25. sæti stigalistans

Spánverjinn Sergio Garcia er kominn upp í 25. sæti stigalistans á Evrópumótaröð karla eftir sigurinn á Valderrama Masters mótinu um helgina.

Garcia hefur leikið á fjórtán mótum á tímabilinu og þénað 1.186.138 evrur. Hann á þó langt í land á efstu menn sem hafa þénað þrjár til fjórar milljónir evra.

Ítalinn Francesco Molinari er sem fyrr í efsta sætinu með 4.647.421 evru þénaða á tímabilinu. Molinari hefur leikið magnað golf á tímabilinu en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu áður en hann fagnaði sigri á Opna mótinu í sumar.

Framundan eru lokamót tímabilsins á Evrópumótaröð karla. Næsta mót er HSBC heimsmótið sem fer fram í Kína í vikunni en eftir þá helgi eru einungis þrjú mót eftir.

Efstu menn stigalistans eru eftirfarandi kylfingar:

1. Francesco Molinari, 4.647.421 evra
2. Tommy Fleetwood, 3.291.976 evrur
3. Patrick Reed, 3.057.948 evrur
4. Rory McIlroy, 2.760.667 evrur
5. Alex Noren, 2.729.725 evrur
6. Thorbjörn Olesen, 2.485.020 evrur
7. Eddie Pepperell, 2.478.435 evrur
8. Tyrrell Hatton, 2.309.724 evrur
9. Jon Rahm, 2.161.574 evrur
10. Russell Knox, 2.054.929 evrur

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is