Evrópumótaröð karla: Garcia frábær í Suður-Afríku

Spánverjinn Sergio Garcia lék frábært golf á fyrsta hring Nedbank Challenge mótsins sem hófst í morgun á Evrópumótaröð karla. Leikið er á Gary Player vellinum í Suður-Afríku.

Garcia kom inn á 8 höggum undir pari og er með fjögurra högga forystu á toppnum. Garcia lék vandræðalaust golf, fékk alls 8 fugla og 10 pör.


Skorkort Garcia.

Fyrir mótið er Garcia í 30. sæti stigalistans en með sigri kæmist hann í toppbaráttuna fyrir lokamótið sem fer fram í Dubai í næstu viku.

Þrír kylfingar deila öðru sæti í mótinu á 4 höggum undir pari. Það eru þeir Mikko Korhonen, Mike Lorenzo-Vera og heimamaðurinn Charl Schwartzel.

Rory McIlroy var á þremur höggum undir pari eftir 13 holur en endaði hringinn á parinu. Hann er jafn í 21. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is