Evrópumótaröð karla: Frábær byrjun hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson hóf í dag leik Nordea Masters. Hann lék flott golf í dag og kom í hús á 67 höggum og er eftir daginn jafn í 16. sæti.

Hringurinn hjá Birgi Leifi einkenndist af miklum stöðugleika. Hann fékk fjóra fugla á hringnum, einn skolla og restina pör. Hann endaði því á samtals þremur höggum undir pari.

Annar hringur mótsins verður leikinn á morgun og á Birgir Leifur út klukkan 9:10 að staðartíma sem er 7:10 að íslenskum tíma.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.